Dekkjastærðir
Dekkjastærðir eru mikilvægar þegar valin eru rétt dekk undir bílinn. Öll viðurkennd dekk fylgja ákveðnum staðli þegar kemur að merkingum á stærðum dekkja, burðargetu, hraðamörkum og fleiri þáttum. Hægt er að lesa stærð dekkjanna á dekkinu sjálfu og hér fyrir neðan er útskýrt hvað táknmálið þýðir. Um gæðamerkingu ESB á dekkjum má hins vegar lesa hér.
Hvað tákna merkingarnar á hjólbarðanum?
Á hliðum hjólbarða eru skráðar upplýsingar um framleiðanda, eiginleika og stærðir dekksins
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
SENDA FYRIRSPURN |
Burðarþol og hraðamerkingar
Hér er tafla sem sýnir burðarþol og hraðamerkingar dekkja.
Ekki má setja hvaða dekkjastærð sem er undir bíl. Þegar bíll er skráður hér á landi eru ein eða fleiri dekkjastærðir skráðar á bílinn. Starfsmenn MAX1 eru boðnir og búnir að leiðbeina um rétta dekkjastærð undir bílinn þinn.
Lestu einnig um gæðamerkingu ESB á dekkjum sem innleidd var fyrir nokkrum árum hér á landi en gæðadekkin frá Nokian uppfylla þessar kröfur í einu og öllu.