Þurrkublöð

Rúðuþurrkur
Tilboð á rúðuþurrkum

Þurrkublöð eru mikilvæg hvað umferðaröryggi varðar og tjón á framrúðu getur hæglega orðið mikið ef notuð eru ónýt þurrkublöð. Þegar þurrkublöð slitna byrja þau að hreinsa óhreinindi illa af rúðunni og rispa framrúðuna. Þetta veldur skertu útsýni fyrir ökumanninn og skapar hættu í umferðinni.

Rúðuþurrkur

Hugsaðu um öryggið og vertu ábyrgur ökumaður. Láttu okkur hjá MAX1 kanna ástand þurrkublaða, þér að kostnaðarlausu. Ef þú kaupir rúðuþurrkurnar hjá okkur setjum við þurrkublöðin á bílinn án endurgjalds.

Trico Flex rúðuþurrkur fást í úrvali hjá Max1

Góð þurrkublöð eru mikilvæg til að hreinsa framrúðu bílsins. Á veturna slettist á rúðuna margþætt efnablanda, t.d. þegar salt, ryk og tjara blandast regnvatni, og á sumrin festast að auki flugur á framrúðunni. Þegar þurrkublöðin verða léleg missa þau hæfileikann til að hreinsa þessi óhreinindi af framrúðunni. Þá vilja óhreinindin frekar dreifast um rúðuflötinn sem dregur úr útsýni og minnkar öryggi við akstur. Um leið eykst hættan á að þurrkublöðin rispi framrúðuna sem dregur enn úr útsýni og getur orðið kostnaðarsamt ef skipta þarf um framrúðu. Léleg þurrkublöð auka líka notkun á rúðupissi því tilhneigingin er að sprauta oftar og meira til að leysa málið.

Pantaðu tíma á netinu

Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu.

BÓKAÐU TÍMA
AFBÓKA


Léleg þurrkublöð - ástæður

Ástæður fyrir lélegum þurrkublöðum geta auðvitað verið margar. Þau geta hafa verið of lengi í notkun, blöðin sem keypt voru síðast ekki nægilega góð eða kannski voru rúðuþurrkurnar látnar vinna á mjög óhreinni eða ísaðri framrúðu. Hægt er að lengja líftíma þurrkublaða með því að hreinsa þau reglulega og gamalt húsráð segir að gott sé að nota til þess gamalt kók ( þetta seljum við samt ekki dýrara en við keyptum það).

Önnur leið er að nota tjöruhreinsi (olíuhreinsi) en sumir kvarta yfir því að þetta fari ekki vel með gúmmíið á þurrkublöðunum. Enn aðrir nota ísvara og það jafnvel mýkir upp gúmmíið. Einhverjir hafa notað WD-40 og enn aðrir uppþvottalög. Hreinsun þurrkublaða dugar þó ekki til ef blöðin sjálf eru orðin illa skemmd.

Ódýr þurrkublöð

Ódýr þurrkublöð frá Trico fást hjá MAX1 Bílavaktinni fyrir flestar gerðir bíla. Ef þú ert í vafa um hvaða rúðuþurrkur passa á bílinn þinn, hafðu ekki áhyggjur. Starfsmenn MAX1 ráðleggja þér um rétta stærð þurrkublaða. Þú getur einnig einfaldlega mælt lengd blaðisins. Allar líkur eru á því að sú lengd passi á bílinn þinn. Til að vera viss þá er nákvæma leit að finna á vef Trico

Hér að neðan getur þú sé töflu yfir lengd blaðanna og verð þeirra.

  Trico Force. Flöt  Universal þurrkublöð 
Vörunúmer Lengd þurrkublaðs Verð m/vsk 
TF350L 350mm 3.730
TF400L 400mm 3.730
TF430L 430mm 3.730
TF450 450mm 3.730
TF480L 480mm 4.117
TF500L 500mm 4.174
TF530L 530mm 4.373
TF550L 550mm 5.008
TF550R 550mm 5.008
TF600L 600mm 5.258
TF600R 600mm 5.258
TF650L 650mm 5.564
TF650R 650mm 5.564
TF700L 700mm 6.235
TF700R 700mm 6.235
TF730L 730mm 6.412
TF750L 750mm 6.612
TF750R 750mm 6.612
TF800L 800mm 7.019

 

Hin fjölmörgu nöfn rúðuþurrka

Í daglegu tali er ýmist talað um rúðuþurrkur eða þurrkublöð. Sumir spara sér jafnvel staf og skrifa rúðuþurkur eða þurkublöð, en við getum að sjálfsögðu ekki mælt með því. Enn aðrir kalla rúðuþurrkurnar vinnukonur.

MAX1 rúðuþurrkur

Við hjá MAX1 Bílavaktinni tökum vel á móti öllum, hvaða orð sem menn nota, enda bjóðum við rúðuþurrkur í allar gerðir bíla frá flestum bílaframleiðendum heims, t.d. Toyota, Volkswagen, VW, Chevrolet, Kia, Skoda, Ford, Honda, Renault, Hyundai, Mercedes Benz, Mazda, Nissan, Suzuki, Subaru, Audi, Citroen, Bmw, Volvo, Peugeot, Jaguar, Dacia, Opel, Mitsubishi, Lexus, Isuzu, Porsche, Fiat, Jeep, Dodge, Land Rover, Chrysler og Iveco.

Hafðu samband og láttu okkur um að útvega og skipta um þurrkublöð.

 

 

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.