Rafgeymaþjónusta
Rafgeymaþjónusta MAX1 Bílavaktarinnar felst m.a. í mælingu á ástandi rafgeymisins. Ástandsmæling rafgeyma leiðir í ljós hvort rafall bílsins framleiðir nægilegt rafmagn miðað við rafmagnsþörfina og sker úr um það hvort rafgeymirinn er í lagi. Rafgeymir hefur takmarkaðan líftíma. Láttu MAX1 mæla frítt fyrir þig rafgeymirinn og fáðu útprentað heilbrigðisvottorð um ástand rafgeymisins.
Pantaðu tíma á netinu
Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu eða bara renna við..
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Það er óskemmtileg reynsla þegar bíllinn fer ekki í gang á köldum vetrarmorgni og útvega þarf nýjan rafgeymi með litlum fyrirvara. Með því að nýta sér rafgeymaþjónustu MAX1 Bílavaktarinnar og þekkja ástand rafgeymisins er hægt að gera ráðstafanir í tæka tíð. Þannig kemur þú í veg fyrir óþægindi og getur keypt vandaða rafgeyma sem hægt er að treysta að sumri og á vetri.
Rafgeymar ísetning
MAX1 Bílavaktin sér um ísetningu rafgeyma og því er öll rafgeymaþjónusta á einum stað, þ.e. rafgeymasala, ísetning rafgeyma og ástandsmæling rafgeyma. Hluti af rafgeymaþjónustu okkar felst í því að um leið og skipt er um rafgeymi í bílnum eru geymasambönd yfirfarin.
Rafgeymaþjónusta MAX1 er í eftirtöldum sveitarfélögum eða í næsta nágrenni þeirra. Smelltu til að sjá nánari staðsetningu eða til að finna símanúmer:
- Rafgeymaþjónusta í Reykjavík
- Rafgeymaþjónusta í Hafnarfirði
- Rafgeymaþjónusta í Garðabæ
- Rafgeymaþjónusta á Álftanesi
- Rafgeymaþjónusta í Kópavogi