Finna dekk

Opna
Finndu dekkjastærðina á þínum bíl og skráðu tölurnar í leitarvélina.

Mynstursdýpt dekkja

Mynstursdýpt dekkja

Mynsturdýpt dekkja þarf nú að vera meiri en áður samkvæmt nýrri reglugerð. Breyttar kröfur um lágmarks mynstursdýpt hjólbarða eru til komnar til að tryggja akstursöryggi og við hvetjum alla til að ganga úr skugga um að bíllinn sé löglegur í umferðinni.

Breytt lágmarks mynstursdýpt dekkja

Lágmarks mynstursdýpt dekkja samkvæmt nýju reglugerðinni sem tók gildi 1. nóvember 2014 er:

3,0 mm lágmarks mynstursdýpt yfir vetrartímann (1. nóvember - 14. apríl)

1,6 mm lágmarks mynsturdýpt yfir sumartímann (15. apríl - 31. október)

Mynstur dekkja auðmælanlegt með Nokian slitmerkingu

Nokian dekkjaslitmerkingNokian dekk hafa þá sérstöðu að á þeim er slitmerking sem sýnir mynstursdýptina hverju sinni. Merkingin gefur til kynna hvenær nauðsynlegt er að endurnýja dekkin til að tryggja viðunandi öryggi. Mismunandi slitmerking er fyrir vetrardekk og sumardekk. Mikilvægt er að fylgjast vel með mynstursdýpt dekkjanna til að tryggja akstursöryggi við krefjandi aðstæður. 

Slitmerking Nokian vetrardekkja

Slitmerkingin er á yfirborði dekksins eins og sést á mynd hér fyrir neðan. Skalinn á slitmerkingunni byrjar í 8 sem þýðir að dekkið er með meira en 8 mm mynstursdýpt. Með aukinni notkun eykst slit dekksins og tölurnar hverfa ein af annarri, fyrst hverfur talan 8 (mynstur dekkja 8-6 mm), því næst talan 6 (mynstur dekkja 6-4 mm) og að lokum talan 4 (mynstur dekkja undir 4mm). Þegar talan 4 og snjókorna-táknið hverfa, en það gerist samhliða, mælir Nokian með að endurnýja dekkið til að tryggja viðunandi öryggi. Þó er leyfilegt samkvæmt nýju reglugerðinni að aka um að vetrarlagi á dekkjum sem hafa að lágmarki 3,0 mm mynsturdýpt.

Mynstursdýpt Nokian vetrardekkja

Slitmerking Nokian sumardekkja

Slitmerking Nokian sumardekkja er sambærileg og vetrardekkja-slitmerkingin, en snjókorninu hefur verið skipt út fyrir vatnsdropa. Talan 4 og vatnsdropinn hverfa þegar mynsturdýpt er orðin minni en 4 mm. Þegar svo er komið er hætta á floti dekksins í vatni. Slíkt getur skapað mikla hættu og því mælir Nokian með að dekk sé endurnýjað á þeim tímapunkti. Þess ber þó að geta að dekkið er ekki ólöglegt fyrr en mynsturdýpt er komin niður í 1,6 mm samkvæmt reglugerð um mynsturdýpt dekkja.

Mynstursdýpt Nokian sumardekkja

Myndband sem sýnir slitmerkingu Nokian dekkja

Aukið umferðaröryggi með aukinni mynstursdýpt dekkja

Á vef Samgöngustofu segir að breytingar á reglugerðinni um mynstursdýpt dekkja séu alfarið í þágu aukins umferðaröryggis. Þær taka mið af sambærilegum reglum annars staðar á Norðurlöndum þar sem akstursskilyrði að vetrarlagi eru svipuð og hér á landi.Nokian mynstursdýpt Breytingar þessar voru unnar í fullu samráði við, t.d. lögreglu, tryggingafélög og rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Með aukinni mynstursdýpt mun veggrip hjólbarðanna aukast og hemlunarvegalengdir styttast. Þess er vænst að breytingarnar muni fækka þeim bílum sem þurfa á aðstoð að halda við minnstu breytingar á færð og jafnframt stuðla að fækkun umferðarslysa.

Hér má lesa breytingar á reglugerðinni um mynstursdýpt dekkja

Veggrip miðað við 3 mm vatnsdýpt

Sjóva hefur útbúið mynd sem sýnir áhrif mynstursdýptar og ökuhraða á veggrip (miðað við 3 mm vatnsdýpt). Þessar upplýsingar undirstrika mikilvægi þess að fylgjast vel með mynstursdýpt dekkja. Endilega kynnið ykkur myndina hér fyrir neðan.

Veggrip út frá mynstursdýpt og ökuhraða

Kynntu þér vetrardekkjatímabil, nagladekkjatímabil og sumardekkjatímabil.

Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.