Jafnvægisstilling er algengasti þjónustuþátturinn sem er mælt með skv. eiganda handbók frá framleiðendum. Eftir því sem dekk slitna getur myndast ójafnvægi. Aðal einkenni sem bílstjóri verður var við er titringur í stýri á ákveðnum hraða oftast á bilinu 60-90 km hraða og oft minnkar hann ef farið er enn hraðar. Við jafnvægisstillingu dekkja eru dekk mæld í jafnvægisvél. Ójafnvægi á milli dekks og felgu er síðan leiðrétt með þar til gerðum lóðum.
Hvað getur valdið því að dekk eru ekki í jafnvægi
- Ákoma á felgu
- Slitin dekk
- Óeðlilegt slit á dekkjum vegna þess að hjólastilling var ekki rétt
- Slit í hjóla- og fjörðunarbúnaði bíls sem veldur því að hjólastilling er ekki rétt
Mikilvægt til að hámarka endingu dekkja
Á 10 þús km fresti er mikilvægt að færa framdekk aftur og afturdekk fram til að hámarka endingu dekkja. Þetta er gert í öryggisskyni því framdekk slitna meira en afurdekk á flest öllum gerðum bifeiða. Samhliða því er nauðsynlegt að jafnvægisstilla öll dekkin.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |