Finna dekk

Opna
Finndu dekkjastærðina á þínum bíl og skráðu tölurnar í leitarvélina.

Jeppadekk vetrar

Nokian Hakkapeliiitta R5 SUV

Nokian Hakkapeliiitta R5 SUV
Nokian Hakkapeliiitta R5 SUV

Nokian Hakkapeliiitta R5 SUV

Nokian Hakkapeliitta R5 SUV er harðkorna vetrardekk fyrir jeppa. Dekkið er frábær kostur á móti nagladekki og þar blandast saman óaðfinnanlegt grip og akstursþægindi.

    Nánari lýsing

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV er harðkorna vetrardekk fyrir jeppa sem er einnig fáanlegt fyrir fólksbíla (R5), rafbíla og Hybrid bifreiðar (R5 EV). Dekkið er frábær kostur á móti nagladekki og þar blandast saman óaðfinnanlegt grip og akstursþægindi.

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV vetrardekkið býður uppá áður óþekkt grip á ís, þægindi og aksturseiginleika sem þróaðir voru fyrir norðlægar slóðir. Dekkið er búið framúrskarandi vetraröryggiseiginleikum eftir strangar prófanir og ítarlegar rannsóknir. 

    • Framúrskarandi grip og jafnvægi í akstri
    • Hljóðlátt
    • Vistvænt og orkusparandi

    Óaðfinnanlegt grip með Nokian Hakkapeliitta R5 SUV

    Ein af öryggisnýjungum í Nokian Hakkapeliitta R5 SUV er endurhannað mynstur jeppadekksins. Nýtt Double Block Grip veitir óaðfinnanlegt grip í vetrarhörkum. Stíf röð af slitlagsblokkum byrjar í miðju dekksins og er skipt í tvennt og færist í átt að axlarsvæði dekksins. Hakkapeliiitta R5 SUV er með 40% fleiri slitlagsblokkir en forveri þess og er snertiflötur þess 4% stærri sem skilar sér í betra gripi á hálum götum.

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV

    Harðkornadekk með Arctic Grip kristölum

    Óaðfinnanlegt grip er tryggt með einstöku Arctic Grip kristölum. Kristölum er blandað saman við slitlagsblönduna og virka eins og innbyggðir pinnar og skapa skarpar, sterkar gripsbrúnir inn í gúmmíinu. Þegar dekkið slitnar með tímanum koma kristallarnir fram og virkja nauðsynlegt grip.

    Nýtt mynstur ásamt Arctic Grip kristölunum og hönnun Double Block Grip hefur gerti Nokian kleift að auka öryggi og þægindi í akstri að vetri til. Með nýrri hönnun hefur einnig viðnám dekksins lækkað sem minnkar eldsneytiskostnað.

    Nokian Aramid hliðarstyrking bjargar mannslífum

    Nokian Tyres Aramid hliðarstyrking er í Nokian Hakkapeliitta R5 SUV jeppadekkinu. Aramid hliðarstyrking er ný tækni sem eykur endingu dekkja og verndar þau í óvæntum aðstæðum. Efnasamband hliðanna er einstaklega endingargott og inniheldur gríðarsterkar aramíd trefjar. Aramid trefjarnar styrkja hliðarveggi dekksins þannig að það þolir betur utanaðkomandi álag, þar með talið holurnar í götum borgarinnar.

    Nokian Hakkapeliitta 10 SUV

    Kynntu þér Aramid hliðarstyrkinguna, horfðu á myndbandið:

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV er hljóðlátt vetrardekk

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV er sérlega hljóðlátt vetrardekk fyrir jeppa. Hljóð frá dekkjum geta haft áhrif á akstursánægju og þægindi, lægri hávaði frá dekkjum gerir ferðalagið þægilegra og minnkar þreytu farþega  bílsins.

    Ný Silent Touch hönnun á mynstri Nokian Hakkapeliitta R5 SUV býður uppá stöðugan, mjúkan, hljóðlátan og skemmtilegan akstur.

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV

    Umhverfisvænt og aukin drægni

    Við hönnun og þróun Nokian Hakkapeliitta R5 SUV var lögð áhersla á skilja eftir sig minna kolefnisfótspor. Nýtt efnasamband dekksins, Green Trace, veitir frábært vetrargrip, meiri drægni (í rafbílum) og minna viðnám. Minna viðnám sparar eldsneyti og minnkar skaðlegan útblástur. Meira en þriðjungur efnanna sem dekkin eru framleidd úr eru endurnýjanleg og/eða endurunnin.

    Nokian Hakkapeliitta R5 SUV

    Svæði

    Finndu næsta MAX1 verkstæði

    MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

    Allt um MAX1

    Aðalsímanúmer: 5157190

    Persónuvernd

    Bókaðu tíma hér

    Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

    Skráðu þig á póstlista

    Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

    Skráðu þig hér

     

    EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
    Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

    Fylgstu með okkur

       Vélaland

     

        Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

    MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.