Finna dekk

Opna
Finndu dekkjastærðina á þínum bíl og skráðu tölurnar í leitarvélina.

Sendibíladekk harðkorna

Nokian Hakkapeliitta CR4

Nokian Hakkapeliitta CR4
Nokian Hakkapeliitta CR4

Nokian Hakkapeliitta CR4

Harðkorna vetrardekk fyrir sendibíla og smárútur sem þurfa að þola meiri burð og hafa meiri stöðugleika.   

Vörunúmer T432380
Verðm/vsk pr. stk.
51.047 kr.
Ekkert í boði
    Nánari lýsing

    Harðkornadekk með frábæra endingu

    Harðkornadekkið Nokian Hakkapeliitta CR4 á sér leyndarmál sem liggur í gúmmíblöndu þess. Vistvænum, harðkorna kristöllum hefur verið bætt við hina frábæra blöndu, en kristallarnir virka sem naglar þegar kemur að gripi. Þessi nýja viðbót dregur talsvert úr hemlunarvegalengd í hálku, miðað við forvera dekksins, jafnvel þegar ekið er á miklum hraða. Nokian Hakkapeliitta CR4 er harðkorna vetrardekk fyrir sendibíla og smárútur sem þurfa að þola meiri burð og hafa meiri stöðugleika. 

    Nokian Hakkapeliitta CR4

    Frammistaða Nokian Hakkapeliitta CR4 er framúrskarandi hvort sem er í snjó, á ís eða á blautu yfirborði og hefur dekkið jafnframt frábæra endingu. Gripeiginleikar þess varðveitast samhliða eyðingu dekksins, þó að sjálfsögðu þurfi að huga að dekkjaskiptum þegar mynsturdýpt fer undir 4 mm og snjókornatákn slitmerkingarinnar hverfur af dekkinu, samanber reglugerð um lágmarksmynsturdýpt dekkja

    Nokian Hakkapeliitta CR4

    Gríðargott grip á ís og í snjó

    Sérstakar gripklær milli mynsturblokka Nokian Hakkapeliitta CR4 dekksins bæta grip í snjó og á ís, sérstaklega við hemlun og hröðun. Víðari mynsturraufir, staðsettar á öxl dekksins og í miðju þess, virkja mjórri mynsturraufirnar sem eykur grip í mikilli hálku. Krapavörn í formi þríhyrningslaga kraparása ýta í burtu krapa og vatni og koma í veg fyrir að bíllinn fljóti upp á blautu vegyfirborði. Krapavörnin er enn einn eiginleiki Nokian Hakkapeliitta CR4 vetrardekksins sem gerir grip þess gríðargott á ís og í snjó.

    Nokian Aramid hliðarstyrking bjargar mannslífum

    Nokian Tyres Aramid hliðarstyrking er í Nokian Hakkapeliitta CR4 sendibíladekkinu. Aramid hliðarstyrking er ný tækni sem eykur endingu dekkja og verndar þau í óvæntum aðstæðum. Efnasamband hliðanna er einstaklega endingargott og inniheldur gríðarsterkar aramíd trefjar. Aramid trefjarnar styrkja hliðarveggi dekksins þannig að það þolir betur utanaðkomandi álag, þar með talið holurnar í götum borgarinnar.

    Nokian Hakkapeliitta 10 SUV

    Kynntu þér Aramid hliðarstyrkinguna, horfðu á myndbandið:

    Nokian Hakkapeliitta CR4

    Svæði

    Finndu næsta MAX1 verkstæði

    MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

    Allt um MAX1

    Aðalsímanúmer: 5157190

    Persónuvernd

    Bókaðu tíma hér

    Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

    Skráðu þig á póstlista

    Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

    Skráðu þig hér

     

    EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
    Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

    Fylgstu með okkur

       Vélaland

     

        Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

    MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.