Rafgeymar til sölu
Rafgeymar frá Exide fást til sölu í miklu úrvali hjá MAX1 Bílavaktinni sem sinnir jafnframt allri almennri rafgeymaþjónustu. Exide eru endingargóðir og kraftmiklir rafgeymar sem gefa þér öruggt start - jafnvel í mestu frosthörkum. Rafgeymir bílsins er einn af þeim hlutum sem þarf alltaf að vera í lagi því fátt er verra en að verða rafmagnslaus á vegum úti. Verð rafgeyma má finna hér.
Ending rafgeymis
Rafgeymar hafa ákveðinn líftíma og því er nauðsynlegt að yfirfara ástand þeirra með reglulegu millibili. Reynsla okkar er sú að eftirspurn eftir rafgeymum sé mest að vetri til - enda er algengt að í frosti og vetrarkulda tapi rafgeymar hleðslunni - en að sjálfsögðu geta þeir einnig gefið upp öndina á öðrum árstíðum.
Pantaðu tíma á netinu
Hafðu það einfalt og þægilegt og hafðu bílinn í topp standi með því að panta tíma á netinu eða bara renna við.
BÓKAÐU TÍMA |
AFBÓKA |
Rafgeymar í bíla
Rafgeymar eru af ýmsum stærðum og gerðum og því er mikilvægt að velja rafgeymi sem passar í hvern bíl fyrir sig. Starfsfólk MAX1 Bílavaktarinnar veitir þér upplýsingar um hvaða gerð rafgeymis hentar þér.
Exide rafgeymar verðlaunaðir af Volvo
Exide rafgeymar eru þekktir fyrir framúrskarandi gæði og góða endingu. Til vitnis um þessa frábæru eiginleika hlutu Exide rafgeymar sérstök verðlaun frá Volvo sem kallast Volvo Cars Quality Excellence (VQE). Til þess að hljóta verðlaunin þarf frameiðandinn að skara fram úr hvað varðar gæði vinnslukerfa og framleiðsluferla. Framleiðandinn þarf jafnframt að sýna fram á þróun og samvinnu við viðskiptavini. Exide rafgeymar uppfylla allar þessar kröfur.
Ný Carbon Boost tækni frá Exide
Exide hefur framleitt nýja línu af rafgeymum sem kallast Exide Premium Carbon Boost. Þessir nýju rafgeymar hlaða sig helmingi hraðar en fyrri kynslóð þökk sér einkaleyfisvarinni kolefnishúðun á neikvæðu plötu rafgeymisins. Þessi tækni var þróuð við framleiðslu og hönnun AGM og EFB rafgeyma.
Með þessari nýju tækni er hægt að stytta hleðslutímann og um leið leyfir tæknin aukna hleðslu.
Premium Carbon Boost rafgeymar sinna allri þeirri tækjanotkun sem fylgir daglegu lífi, þeir þola vel síendurteknar ræsingar sem tengjast akstri á styttri vegalengdum og eru tilvaldir við þær veðuraðstæður sem geta myndast hér á landi því þeir eru sérhannaður til að þola sveiflur í hitastigi.
Með fjölbreyttari farartækjum og aukinni tækni er mikilvægt að geta treyst á endingargóðan og kraftmikinn rafgeymi. Exide vinnur með mörgum af helstu leiðandi vörumerkjum heimsins og hafa fjárfest fyrir stórar upphæðir í framleiðslu og háþróuðum búnaði. MAX1 er stoltur söluaðili Exide rafgeyma.
Bókaðu tíma og kauptu rafgeymi frá Exide hjá MAX1 Bílavaktinni.
AFBÓKA |
Senda fyrirspurn á Jafnasel 6 |
Senda fyrirspurn á Dalshraun 5 |
Senda fyrirspurn á Bíldshöfða 5a |
SENDA ALMENNA FYRIRSPURN |