Flýtilyklar
Covid-19 kórónaveira upplýsingar
Ágæti viðskiptavinur
Það eru fordæmalausir tímar og við erum öll að leggja okkur fram við að veita framúrskarandi þjónustu. Heilsufar og velferð viðskiptavina og starfsmanna er okkur hjartans mál um leið og við leggjum áherslu á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum svo samgöngutæki heimilisins og vinnustaðarins sé í topplagi.
Þú getur verið fullviss um að við hjá MAX1 gerum mjög háar kröfur um þrif og höfum aukið þrif til mikilla muna. Í ljósi núverandi ástands með COVID-19, höldum við áfram að vinna með öllu okkar starfsfólki og viðskiptavinum og minnum á nauðsyn og tíðni góðs handþvotts. Öll umferð vina og ættingja starfsmanna MAX1 hefur verið bönnuð á starfsstöðvum MAX1 í ljósi aðstæðna. Fundir eru á stafrænu formi og ferðalög úr landi bönnuð og við hvetjum til notkunar á snertilausum greiðslum.
Viðskiptavinir og starfsfólk hefur aðgang að einnota hönskum og spritti. Við höfum stöðvað eða takmarkað mjög samgang starfsmanna milli deilda, sent fjölmarga starfsmenn heim í fjarvinnu, tryggt að aldrei séu fleiri en 20 einstaklingar, viðskiptavinir eða starfsmenn í sama rými og að alltaf séu 2 metrar á milli einstaklinga.
Rafrænar lausnir MAX1
Afgreiðslutími okkar er óbreyttur og starfsfólk MAX1 er til þjónustu reiðubúið og nú sem aldrei fyrr reynir á rafrænar lausnir. Við leggjum okkur fram við að svara öllum fyrirspurnum um hæl.
Verkstæðisþjónusta
MAX1 hefur farið í viðamiklar aðgerðir til að tryggja að við getum veitt viðskiptavinum okkar áframhaldandi framúrskarandi verkstæðisþjónustu. Við bjóðum upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á þjónustu, fylgjum reglum í hvívetna um 20 manna hámarksfjölda í hverju rými og að 2 metrar séu ávallt á milli einstaklinga. Háar kröfur um hreinlæti er fylgt í einu og öllu við afgreiðslu verkstæðisþjónustu. Við komu ökutækis á verkstæði setja tæknimenn á sig nýja hanska og að þjónustu lokinni eru allir helstu snertifletir ásamt lyklum bíla sem koma á verkstæði MAX1 sótthreinsaðir.
Bókaðu tíma á netinu og skilaðu lyklunum í lúguna. Einfalt og þægilegt.
Bókaðu tíma á netinu hjá MAX1 og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt. Bókaðu núna: Verkstæði MAX1
Hugaðu að sumardekkjunum - Kauptu Nokian dekk á netinu
Kauptu margverðlaunuð gæðadekk frá Nokian á frábæru verði hjá MAX1. Úrval af fólksbíla, jeppa- og sendibíladekkjum.
Dekkin sem þú setur undir bílinn skipta máli upp á öryggi, eyðslu og mengun. Þó verðið skipti vissulega máli er mikilvægt að horfa til gæða þegar dekk eru valin. Gæði dekkja geta verið verulega mismunandi, m.a. hvað varðar bremsuhæfni, eiginleika til aksturs í bleytu, snjó og hálku og ekki síst hvað varðar sparneytni og mengun.