Flýtilyklar
Hakka Trygging! Nýtt á Íslandi! Dekkjatrygging frá finnska dekkjaframleiðandanum Nokian Tyres
Óvænt dekkjaskemmd getur sett strik í reikninginn hjá hverjum sem er. Þess vegna kynnir finnski dekkjaframleiðandinn Nokian Tyres í samstarfi við MAX1 nú Hakka Tryggingu® – dekkjatryggingu sem tryggir þér aukið öryggi.
Hakka Tryggingin® er einföld, þægileg og ókeypis fyrir þá sem kaupa vetrar-, heilsárs- eða sumardekk frá Nokian Tyres. Ef dekkið skemmist við eðlilega notkun, færðu nýtt dekk án endurgjalds frá MAX1 Bílavaktinni.
Smelltu og kynntu þér Hakka Tryggingu
Hvernig virkar tryggingin?
1. Dekk keypt - Skrá þarf dekk í tryggingu við kaup.
2. Dekkið skemmist? Komdu við hjá MAX1 bílavaktinni með dekkið.
3. Tryggingin staðfest: Söluaðili skoðar dekkið og staðfestir að tryggingin hafi verið skráð við kaup.
4. Nýtt dekk sett á: Ef ekki er hægt að gera við dekkið á öruggan hátt, færðu nýtt dekk – án endurgjalds!
Aðeins greiðsla fyrir ásetningu
Þegar nýja dekkið er sett undir greiðir viðskiptavinurinn aðeins fyrir ásetninguna. Viðgerðir á dekkjum falla ekki undir trygginguna.
Gildir fyrir vetrar- heilsárs- og sumardekk
Hakka Tryggingin® gildir fyrir ný vetrar-, heilsárs- og sumardekk sem keypt eru á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2025 hjá MAX1 Bílavaktinni sem er viðurkenndur söluaðili Nokian Tyres.
„Þetta er einstakur kostur fyrir íslenska ökumenn,“ segir Anton Smári, framkvæmdastjóri MAX1. „Við þekkjum íslenskar aðstæður og vegakerfi vel. Með þessari tryggingu viljum við veita fólki aukið öryggi og ró á veginum.“
Nánari upplýsingar og skilmálar á vefnum: max1.is/hakka-trygging
Dekkin sem falla undir Hakka Tryggingu® er merkt á vefnum.