Flýtilyklar
Heimsins fyrsta vetrardekkið 80 ára
Heimsins fyrsta vetrardekkið 80 ára
Heimsins fyrsta vetrardekkið kom á markað fyrir 80 árum, en það var finnski dekkjaframleiðandinn Nokian sem þróaði það og framleiddi. Þetta var árið 1934 og var fyrsta vetrardekkið þróað til að takast á við erfiðar aðstæður á norðlægum slóðum. Tveimur árum síðar setti Nokian á markað nýja útgáfu vetrardekksins til að kljást enn betur við snjó og hálku á vetrarvegum. Fyrirtækið kallaði dekkið Nokian Snow-Hakkapeliitta og það er í dag frægasta vetrardekk heims.
Horfðu á myndbandið um þróun vetrardekksins síðustu 80 ár.