Flýtilyklar
Kauptu Nokian gæðadekk og bókaðu tíma á netinu
„Nú er mikilvægt að fara að huga að sumardekkjunum og skipta tímanlega til þess að forðast örtröð í dekkjaskiptum. Við hjá MAX1 bjóðum finnsku gæðadekkin frá Nokian sem eru sérhönnuð fyrir notkun á norðlægum slóðum í mörgum verðflokkum. MAX1 leggur áherslu á að veita viðskiptavininum ráðgjöf við val á dekkjum því dekk eru flókin vara og mismunandi hvað hentar hverjum og einum. Smelltu og kynntu þér úrvalið.
Vertu ábyrgur ökumaður því ökutæki á lélegum dekkjum er líklegri til umferðaóhappa
„Vanmat ökumanna á ástandi dekkja getur verið stórvarasamt. Við sjáum því miður alltof oft að viðskiptavinir koma með dekk úr geymslunni til þess að skipta fyrir sumarið og þá kemur í ljós að mynstur dekkjanna er komið undir slitmörk til þess að flokkast sem gagnleg dekk. Nokian dekkin eru með svokallaðar DSI-merkingar á öllum sínum dekkjum sem segja til um hversu mikið er eftir af dekkinu til þess að uppfylla öryggi þess. Eins ráðleggjum við viðskiptavinum að fylgjast með loftþrýstingi í dekkjunum reglulega því það eykur öryggi og endingu. Einnig er gott að víxla dekkjunum á milli fram og aftur til þess að jafna slit dekkjanna,“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdarstjóri MAX1.
Þú getur treyst Nokian gæðadekkjunum
„Nokian-dekk hafa ávallt komið gífurlega vel út í könnunum og eiga sigurvegara í öllum flokkum. Lögð er áhersla á að valin séu gæðadekk undir bílinn því dekk eru mikilvægt öryggistæki. Það er mikilvægt að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Nokian-dekk eru prófuð á 700 hektara fullkomnu prófunarsvæði Nokian í Finnlandi. Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokian-dekk á mismunandi undirlagi. Framleiðandi Nokian er leiðandi í visthæfni og notkun vistvænna efna við framleiðslu Nokian gæðadekkja,“ segir Sigurjón.
Hvað er rétta sumardekkið?
Hjá Nokian getur þú valið um sumar- og heilsársdekk. Þegar kemur að vali á réttum dekkjum er gott að velta því fyrir sér hvernig dekk henta hverjum og einum. Best er að leita ráða hjá ráðgjöfum Nokian hjá MAX1 Bílavaktinni. Við ráðleggjum þér við val á dekkjum undir bílinn þinn. Dekkin sem þú setur undir bílinn skipta máli upp á öryggi, eyðslu og mengun. Þó verðið skipti vissulega máli er mikilvægt að horfa til gæða þegar dekk eru valin. MAX1 býður upp á mikið úrval gæðadekkja frá Nokian á frábæru verði >> Smelltu og kynntu þér úrvalið
Fáðu ráðgjöf:
▪️Sími: 5157190
▪️Tölvupóstur: max1@max1.is
▪️Facebook: https://www.facebook.com/Max1Bilavaktin/
▪️Heimasíða: Sendu okkur fyrirspurn um dekk
Bókaðu tíma á netinu
Vertu á undan örtröðinni og bókaðu þinn tíma í dekkjaskipti á netinu núna. Bókaðu tíma á netinu hjá MAX1 og skilaðu lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu eða millifærslu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt og þægilegt. Bókaðu núna>> https://bit.ly/2wGJ500
Umhverfisvænir dekkjapokar
Fyrir þá sem kjósa að kaupa dekkjapoka þá býður MAX1 nú uppá umhverfisvæna dekkjapoka ♻️ Dekkjapokar vernda innréttingu bílsins fyrir óhreinindum sem fylgja gjarnan dekkjaskiptum. Finnski dekkjaframleiðandinn Nokian er leiðandi í umhvefismálum í dekkjabransanum og nú verða dekkjapokarnir okkar grænir – 100% endurvinnanlegir.
Finndu réttu Nokian gæðadekkin undir bílinn þinn hér.