Breytingar á MAX1

Breytingar á MAX1
Ný dekkjalína á MAX1 í Jafnaseli

Rekstri smurþjónustu MAX1 í Knarrarvogi hefur verið hætt. Húsnæðið í Knarrarvogi var helst til lítið og vantaði pláss svo hægt væri að bjóða uppá alla þjónustuþætti MAX1. Spennandi tímar eru framundan á hinum starfstöðvum MAX1 á höfuðborgarsvæðinu. Starfstöðvar MAX1 eru nú þrjár talsins á höfuðborgarsvæðinu, tvær í Reykjavík og ein í Hafnarfirði.

Stækkun og aukið flæði

Nú standa yfir miklar breytingar og stækkun á stöð MAX1 við Dalshraun í Hafnarfirði. Framundan eru einnig breytingar á MAX1 í Jafnaseli, Breiðholti, þar sem bætt verður við innkeyrsludyrum sem eykur flæði. Þá verður líka farið í að laga plan að sunnanverðu og lóð og hús snyrt. Nú þegar er búið að setja upp nýjar dekkjalínur á starfstöðvum MAX1 í Breiðholti og við Bíldshöfða 5a. Ný dekkjalína verður einnig sett upp á MAX1 við Dalshraun í Hafnafirði á næstu vikum.

Dekkjalínur

Nýjar dekkjalínur auðvelda til muna vinnu starfsmanna. Dekkin eru sett á þar til gerða sillu sem lyftir þeim sjálfvirkt uppá færibandið. Öll vinna fer fram í réttri vinnuhæð. Til viðbótar við dekkjalínurnar voru keyptar pallettur og á þeim er dekkjunum rúllað á milli starfstöðva og við það minnkar burður á dekkjum.

Dekkjapalletta    Dekkjapalletta

Kynntu þér þjónustu MAX1

Fylgstu með okkur á Facebook


Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.