Naglalaus nagladekk frá Nokian

Naglalaus nagladekk

Naglalaus nagladekk hljóma undarlega í hugum flestra, en Nokian hefur samt sem áður tekist hið ómögulega og þróað einmitt það - Naglalaus nagladekk.

Naglalaus nagladekk með inndregnum nöglumNokian dekkjaframleiðandinn er í hópi fremstu fyrirtækja heims í þróun dekkja og þegar kemur að þróun nagladekkja og vetrardekkja skapa veðurfarslegar aðstæður í Finnlandi verulegt forskot fyrir Nokian. Það kemur því ekki á óvart að Nokian hafi tekist að finna upp nagladekk án nagla.

Naglalausa nagladekkið er hugmyndadekk og það er búið byltingarkenndri tækni þar sem hægt er að setja naglana í dekkinu út eða draga þá inn með einum hnapp í mælaborðinu!

Naglalaus nagladekk útdregnir naglarEins og við Íslendingar þekkjum geta naglar komið að góðum notum þegar vegir og götur eru ísilagðar. En um leið og göturnar eru þurrar, ekki síst malbikið, eru naglarnir einungis til óþurftar.

Í grunninn byggir naglalaus nagladekkið á hinu vel þekkta og neglanlega vetrarjeppadekki Hakkapeliitta 8 SUV, en það hefur verið þróað áfram með tækni sem kallar fram naglana eða dregur þá inn eftir þörfum. Það má því segja að dekkið sé naglalaust nagladekk. Þetta nýja dekk er þó enn á þróunarstigi og ekki er komin endanleg tímasetning markaðssetningu þess.


Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.