Flýtilyklar
Naglalaus nagladekk frá Nokian
Naglalaus nagladekk
Naglalaus nagladekk hljóma undarlega í hugum flestra, en Nokian hefur samt sem áður tekist hið ómögulega og þróað einmitt það - Naglalaus nagladekk.
Nokian dekkjaframleiðandinn er í hópi fremstu fyrirtækja heims í þróun dekkja og þegar kemur að þróun nagladekkja og vetrardekkja skapa veðurfarslegar aðstæður í Finnlandi verulegt forskot fyrir Nokian. Það kemur því ekki á óvart að Nokian hafi tekist að finna upp nagladekk án nagla.
Naglalausa nagladekkið er hugmyndadekk og það er búið byltingarkenndri tækni þar sem hægt er að setja naglana í dekkinu út eða draga þá inn með einum hnapp í mælaborðinu!
Eins og við Íslendingar þekkjum geta naglar komið að góðum notum þegar vegir og götur eru ísilagðar. En um leið og göturnar eru þurrar, ekki síst malbikið, eru naglarnir einungis til óþurftar.
Í grunninn byggir naglalaus nagladekkið á hinu vel þekkta og neglanlega vetrarjeppadekki Hakkapeliitta 8 SUV, en það hefur verið þróað áfram með tækni sem kallar fram naglana eða dregur þá inn eftir þörfum. Það má því segja að dekkið sé naglalaust nagladekk. Þetta nýja dekk er þó enn á þróunarstigi og ekki er komin endanleg tímasetning markaðssetningu þess.