Nýjungar í sumardekkjum frá Nokian

Nýjungar í sumardekkjum frá Nokian
Jóhann Kári hjá MAX1 Dalshrauni.

Dekkin sem þú setur undir bílinn skipta máli upp á öryggi, eyðslu og mengun. Þó verðið skipti vissulega máli er mikilvægt að horfa til gæða þegar dekk eru valin. Gæði dekkja geta verið verulega mismunandi, m.a. hvað varðar bremsuhæfni, eiginleika til aksturs í bleytu, snjó og hálku og ekki síst hvað varðar sparneytni og mengun. Í ár eru tvær nýjungar frá Nokian í sumardekkjum, Nokian Wetproof og Nokian Powerproof. Nokian sumardekkin eru sérstaklega hönnuð til að gefa gott grip við breytilegar aðstæður, m.a. í bleytu. Dekkin hrinda vel frá sér vatni sem vill safnast fyrir í hjólförum vega og draga því úr hættu á að bíllinn fljóti.

Nokian Powerproof sumardekkið

Nokian Powerproof sumardekkið veitir einstakt grip í bleytu, framúrskarandi öryggi, lágmarkar veghljóð, það er nákvæmt og endingargott. Powerproof er frábært hvort sem er á þurrum eða blautum vegum, tryggir þér frábæra stjórn á vegum úti. Nokian Powerproof sumardekkið er til bæði fyrir fólksbíla og jeppa og hentar einnig fyrir rafbíla og Hybrid bifreiðar. Kynntu þér Nokian Powerproof hér.

Nokian Powerproof

Nokian Wetproof sumardekkið

Nokian Wetproof tryggir framúrskarandi öryggi, er sérlega hljóðlátt, eldsneytissparandi og endingargott. Wetproof er sérhannað sumardekk frá Nokian sem er öruggt og áreiðanlegt. Nokian Wetproof tryggir framúrskarandi öryggi og hugarró á blautum sem þurrum vegum, einn helsti eiginleiki dekksins er frábær stjórn á blautu yfirborði vega. Nokian Wetproof sumardekkið er til bæði fyrir fólksbíla og jeppa og hentar einnig fyrir rafbíla og Hybrid bifreiðar. Kynntu þér Nokian Wetproof hér.

Nokian Wetproof

Dual Zone safety tækni Nokian – Fullkomin stjórn við fjölbreyttar aðstæður

Dual Zone Safety tækni Nokian er bæði í Nokian Powerproof og Nokian Wetproof sumardekkjunum. Dual Zone Safety tækninni er skipt í tvö svæði. Annars vegar Power Zone sem tryggir nákvæma svörun og svo Slope Groove Design sem gefur aukinn styrk fyrir hliðar dekksins. Wet Safety Zone er fyrir miðju dekksins sem eykur grip á blautum vegum. Það er svo Trapezoidal Flow Grooves tæknin sem hleypir vatni undan dekkinu á blautum vegum og veitir þannig aukinn stöðugleika. Með Dual Zone Safety tækninni blandast saman eiginleikar sem veita frábært grip, hámarksþægindi, fyrsta flokks öryggi á vegum við fjölbreyttar akstursaðstæður og stuðla að eldsneytissparandi akstri.

Dual zone safety

Þú getur treyst Nokian gæðadekkjum

„Við erum við gífurlega stoltir fulltrúar NOKIAN gæðadekkja frá Finnlandi. Nokian dekk eru margverðlaunuð gæðadekk eins og kannanir og prófanir hafa sýnt fram á undanfarin ár. Þau eru fáanleg í mörgum gerðum sem henta vel á Íslandi og ekki skemmir fyrir gott vöruúrval og gott verð. Það er áríðandi að velja gæðadekk undir bílinn því dekk séu mikilvæg öryggistæki. „Það skiptir gríðarlega miklu máli að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Á hverjuári fara tveir fulltrúar frá okkur til Finnlands til að heimsækja höfuðstöðvar Nokian þar sem dekkin eru prófuð á 700 hektara fullkomnu prófunarsvæði þeirra í Ivalo í Finnlandi. Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokian dekk á mismunandi undirlagi í afar erfiðum og krefjandi aðstæðum. Nokian er leiðandi í visthæfni og notkun vistvænna efna við framleiðslu Nokian gæðadekkja.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson framkvæmdarstjóri MAX1 Bílavaktin.

Hvað er rétta dekkið?

Nokian gæðadekk fást í miklu úrvali hjá MAX1 Bílavaktinni. Þegar kemur að vali á réttum dekkjum er gott að velta því fyrir sér hvernig dekk henta hverjum og einum. MAX1 leggjum við áherslu á að veita viðskiptavinum ráðgjöf við val á dekkjum því dekk eru flókin vara og mismunandi hvað hentar hverjum og einum.

Vertu ábyrgur ökumaður því ökutæki á lélegum dekkjum er líklegri til umferðaóhappa

„Vanmat ökumanna á ástandi dekkja getur verið stórvarasamt. Við sjáum því miður alltof oft að viðskiptavinir koma með dekk til okkar til þess að skipta þá kemur í ljós að mynstur dekkjanna er komið undir slitmörk til þess að flokkast sem gagnleg dekk. Nokian dekkin eru með svokallaðar DSI-merkingar á öllum sínum dekkjum sem segja til um hversu mikið er eftir af dekkinu til þess að uppfylla öryggi þess.

ESB dekkjamerkingar

ESB dekkjamerking

Gæðamerking ESB á dekkjum var innleidd hér á landi fyrir nokkrum árum og dekk sem seld eru á Evrópska efnahagssvæðinu eiga að vera merkt með orkumerkingum. Dekkin eru flokkuð eftir sparneytni, hemlun í bleytu og ytri hávaða frá dekkjunum. Þessar merkingar gilda fyrir öll dekk nema nagladekk. Kynntu þér merkingar dekkja á MAX1.is

Forðastu örtröð og bókaðu tíma á netinu

Nú er mikilvægt að fara að huga að vetrinum, forðast örtröð og bóka tíma í dekkjaskipti á netinu. Á heimasíðu MAX1 Bílavaktarinnar MAX1.is getur þú valið nákvæmlega þann tíma sem þér hentar, sparað tíma og peninga. Þú getur líka skilað lyklinum í lúguna, jafnvel kvöldið áður. Þú getur svo greitt með símgreiðslu, millifærslu eða Pei greiðsludreifingu og sótt bílinn eftir lokun ef það hentar þér. Einfalt, sveigjanlegt og þægilegt.

Við erum á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Jafnaseli 6 í Breiðholti, Bíldhöfða 5a og Dalshrauni 5 í Hafnafirði.

Kauptu Nokian gæðadekk

Kauptu margverðlaunuð gæðadekk frá Nokian á frábæru verði. Úrval af dekkjum fyrir allar gerðir bíla, fólksbíla, rafmagnsbíla, tengiltvinnbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla. Smelltu hér og finndu réttu dekkin fyrir þig.

Keyrðu á öryggi

 


Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.