MAX1 BÍLAVAKTIN STYRKIR KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS

MAX1 BÍLAVAKTIN STYRKIR KRABBAMEINSFÉLAG ÍSLANDS
MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbamein

MAX1 Bílavaktin og Nokian Tyres afhentu Krabbameinsfélagi Íslands styrk að upphæð 1.700.000 kr. í dag.
Upphæðin safnaðist í október og nóvember en hluti söluágóða Nokian dekkja á þessu tímabili rann til Bleiku slaufunnar, árvekniátaks Krabbameinsfélags Íslands.

Farsælt samstarf
MAX1 og Bleika slaufan hafa átt mjög farsælt samstarf og því var enginn vafi á að endurtaka samstarfið. „Samstarfi MAX1 og Bleiku slaufunnar hefur verið gríðarlega vel tekið undanfarin ár enda þarft málefni. Starfsmenn sem og viðskiptavinir MAX1 hafa líst mikilli ánægju með samstarfið og starfsmenn MAX1 skarta stoltir bleikum bolum á meðan á átakinu stendur. Það er okkur sönn ánægja að fá að vera partur af því að vekja athygli á svo þörfu málefni. Þess má geta að MAX1 og Nokian Tyres hyggja á áframhaldandi samstarf við Krabbameinsfélag Íslands.“ segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1 Bílavaktarinnar.

Við þökkum Krabbameinsfélaginu fyrir sérlega ánægjulegt samstarf og að sjálfsögðu viðskiptavinum okkar fyrir frábærar móttökur! Takk!


Svæði

Finndu næsta MAX1 verkstæði

MAX1 verkstæði eru í eða nálægt eftirtöldum sveitarfélögum:

Allt um MAX1

Aðalsímanúmer: 5157190

Persónuvernd

Bókaðu tíma hér

Kt.: 701277-0239 VSK.NR.: 11650

Skráðu þig á póstlista

Skráðu þig á póstlista MAX1 og fáðu forskot á fréttir og tilboð.

Skráðu þig hér

 

EINFALDAR GREIÐSLUR MEÐ PEIPei
Hægt er að greiða með Pei hjá MAX1 Bílavaktinni. Meira hér.

Fylgstu með okkur

   Vélaland

 

    Þjónustuskoðanir og stærri viðgerðir 

MAX1 Bílavaktin býður bílaþjónustu fyrir allar tegundir bíla á öllu höfuðborgarsvæðinu þar sem boðið er upp á dekk, umfelgun, rafgeyma, smurningu, bremsuviðgerðir, dempara, bílaperur, rúðuþurrkur, rúðuvökva og önnur smærri viðvik sem tengjast bílnum. Komdu eða pantaðu tíma.